Fimmtudaginn 12. mars mun „Sjávarþorpið Höfn“ halda áfram. Fundurinn verður haldinn í Nýheimum kl. 15 og er öllum áhugasömum boðið að taka þátt. Hugmyndin er að koma af stað verkefnum sem munu styrkja Höfn sem búsetukost og áfangastað.
Í apríl á síðasta ári stóð SASS fyrir stefnumótunarvinnu í þessu verkefni. Niðurstaða hópsins um framtíðarsýn var: Eftirsóttur heilsárs áfangastaður og búsetukostur – sjávarþorp með fjölbreyttu atvinnulífi.
Vinna þarf sérstaklega að ímyndarsköpun Hafnar. Sameinast þarf um sérstöðuna og sátt þarf að ríkja milli ferðaþjónustuaðila og íbúa um framsetningu og kynningu á þéttbýlinu Höfn gagnvart ferðamönnum og öðrum er bæinn heimsækja eða hyggja á búsetu á Höfn. Til þess að vinna að þessu marki voru skilgreind þrjú megin svið sem vinna þarf með og voru dregin fram í stefnumótunarvinnunni; ímyndarsköpun, markaðs- og kynningarmál og innviðir.
„Sjávarþorpið Höfn“ er grasrótarverkefni þar sem áhugasamir aðilar um Höfn sem áfangastað tóku höndum saman um að ýta verkefninu úr vör. Verkefnið er unnið í anda klasahugmyndafræðinnar þar sem öllum áhugasömum einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum er boðið að borðinu til þess að hámarka árangur þess.
Vonumst til að sjá sem flesta áhugasama í Nýheimum!
Árdís Erna Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Ríki Vatnajökuls
Fanney Björg Sveinsdóttir, verkefnastjóri SASS á Hornafirði
Sveitarfélagið Hornafjörður, SASS og Ríki Vatnajökuls
Skráning fer fram á [email protected]
Viðburður birtirst á síðunni þegar skráning hefur verið samþykkt af umsjónarmanni heimasíðunnar.