Í apríl 2011 var lokið við gerð skýrslunnar “ Skapandi samfélag“  þar voru lagðar fram hugmyndir að uppbyggingu list- og verkgreina á Hornafirði. Þverfaglegur hópur vann að gerð skýrslunnar og var farið í vettvangsferð um landið til að skoða svipaða starfsemi í öðrum sveitarfélögum.

Í skýrslunni kom fram að Vöruhúsið myndi verða miðja skapandi greina á svæðinu. Sett voru fram markmið til 2, 5 og 10 ára.

Markmið eftir tvö ár

 1. Að rými fyrir kennslu í list- og verkgreinum á grunn- og framhaldsskólastigi verði aukin. Skoðað verði hvort nýta megi Vöruhúsið í heild sinni undir þessa starfsemi. Aðrir kostir skoðaðir ef það er ekki talið heppilegt.
 2. Koma upp góðri aðstöðu fyrir hljómsveitir og tónlistarfólk.
 3. Að listamenn, hönnuðir og handverksfólk hafi kost á að leigja aðstöðu af sveitarfélaginu eða öðrum aðilum á sanngjörnu verði. Horft verði til leigu í frumkvöðlasetrinu í Nýheimum sem fyrirmynd.
 4. Hefja uppbyggingu á verkstæði fyrir handverksfólk og hönnuði. Aðgangur að verkstæðinu verði stýrt í gegnum námskeið. Markmiðið með þeirri uppbyggingu verði vöruþróun og nýsköpun.
 5. Fyrsti vísir að hönnunarnámi á grunn-, framhalds- og háskólastigi líti dagsins ljós, meðal annars með uppbyggingu á Fab Lab og góðri aðstöðu fyrir tölvuvinnslu.
 6. Fjölga kennurum á grunn- og framhaldsskólastigi.
 7. Koma af stað lista- og hönnunarbrautum.
 8. Byggja upp aðstöðu fyrir gestkomandi.

Markmið eftir fimm ár

 1. Hönnun kennd sem valgrein í grunnskólum og framhaldsskólum.
 2. MA nám í hönnun í samstarfi við Listaháskólann búið að skjóta rótum.
 3. Listamenn og hönnuðir utanlands frá tíðir gestir í samfélaginu.
 4. Ljúka uppbyggingu á verkstæði fyrir frumkvöðla.
 5. Ljúka uppbyggingu á FabLab.
 6. Standa við bakið á sviðslistum, með öflugu námsframboði og góðri aðstöðu.

Markmið eftir tíu ár

 1. Greining liggi fyrir á árangri og þróun síðustu ára.
 2. Byggt nýtt hús eða við annað hús sem hentar til að starfseminnar.

Hér er hægt að hlaða niður skýrslunni í heildsinni á Word formi.

https://www.google.is/url?sa=t&rct=j&q=&esrc=s&source=web&cd=1&ved=0CCgQFjAA&url=http%3A%2F%2Fwww.hornafjordur.is%2Fmedia%2Fmarkadsefni%2Flist–og-verkgreinar_samantekt_-31-mars-2011.docx&ei=6y1qU5OYJ7Cw7Ab6nICgCw&usg=AFQjCNEYvEBHV9WoYGt6d1i4JTUFB_-vFA&sig2=9hbm81xxvE245wn0mkCyuw