Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi standa á næstu vikum fyrir öflugu og fjölbreyttu átaki með kynningu á þeim margvíslegu leiðum sem bjóðast í menntamálum. Einn liður í því átaki er að setja upp svokallað Vísindatorg sem staðsett verður í Nýheimum á morgun, föstudaginn 27. mars, frá kl. 9-12. Fjölbreyttar og skemmtilegar stöðvar verða í boði fyrir gestir og gangandi sem meðal annars geta leikið sér að ljósi og hljóðum, rætt við Sprengju-Kötu um efnalegar blöndur sem munu leiða ýmislegt í ljós, kannað hvað er að gerast undir fótunum okkar og horft til himins á sólmyrkva, árstíðir og fleira stjarnfræðilega skemmtilegt. Við hvetjum alla til þess að mæta og taka þátt í þessari skemmtilegu afþreyingu.
Viðburður birtirst á síðunni þegar skráning hefur verið samþykkt af umsjónarmanni heimasíðunnar.