Miðstöð tómstunda, list- og verkgreina.

Vöruhúsið er fyrir alla  aldurshópa sem vilja skapa, læra eða miðla þekkingu. Í Vöruhúsinu er boðið upp á óformlegt nám hvort sem það eru námskeið, félög eða einsklingar sem miðla þekkingu. Einnig er boðið upp á formlegt nám á framhalds- og grunnskólastigi í list- og verkgreinum. Hugmyndafræði Vöruhússins er að tengja saman einstaklinga, frumkvöðla, fyrirtæki, skóla og aðrar stofnanir  í þeim tilgangi að efla list- og verkgreinar. Við tökum vel á móti öllum.