Voru_3

Saga Vöruhússins er samofin sögu Kaupfélags Austur-Skaftfellinga (KASK)  sem var stofnað um áramótin 1919-1920. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga hóf verslunarstarfsemi 1. júní árið 1920 og fyrsti kaupfélagstjórinn hét Guðmundur Jónsson frá Hoffelli. Fyrsta verslunarhúsnæði KASK var í Gömlubúð en það var þá gamalt verslunarhúsnæði sem reist hafði verið á Papósi 1864 en rifið 1897 og endurbyggt á Hornafirði. Á árunum 1936-37 var byggt steinsteypt verslunarhús, sem nú hýsir Humarhöfnina. Þá flutti verslunin að mestu leiti úr Gömlubúð. Á neðri hæð þessa nýja húss var búðin og vörugeymsla bakvið. Á efri hæðinni var skrifstofa kaupfélagsstjóra og gjaldkera. Á árinu 1961 var hafist handa við að reisa nýtt verslunarhús – kjörbúð, (Vöruhúsið). Kjörbúðin var tilbúin seint á árinu 1963. Í kjallaranum var vörugeymsla, á fyrstu hæð matvörudeild, bóksala og búvöruverslun. Á efri hæð voru seldar vefnaðarvörur, skófatnaður o. fl.

Verslunarstarfsemi lauk í húsinu um síðustu aldarmót, þá hófst undirbúningur að uppsetningu jöklasýningar á þriðju hæð hússins og á miðhæðinni, ásamt sýningu  á listaverkum Svavars Guðnasonar.  Snemma árs 2004 var farið að kenna smíði, og textíl á vegum Grunnskólans og framhaldsskólinn opnaði aðstöðu til kennslu í málmsmíði.

Árið 2005 fimm var jöklasýningin endurbætt og opnuð undir nafninu ÍS-land. Árið 2006 fengu fyrstu hljómsveitirnar æfingaraðstöðu  í kjallaranum. Árið 2012 hófst starfsemi Vöruhúss og Jöklasýningin var tekin niður, félagsmiðstöðin Þrykkjan hóf starfsemi sína  annarri hæð hússins ásamt kennslustofu í fatasaum. Á sama ári færðist myndmenntastofan úr skúrum bak við Hafnarskóla inn á miðhæð Vöruhússins. Einnig var kjallari endurbættur þar sem áður var geymsla var komið upp ljósmyndastúdíói og myrkraherbergi. Árið 2013 hófst uppbygging Fab Lab smiðjunnar, sem stendur enn yfir.

Voru_2  Voru_4  Voru_6
Voru_8  Voru_13  Voru_12
Voru_11  Voru_5  Voru_9