Í apríl 2011 var lokið við gerð skýrslunnar “ Skapandi samfélag“ þar voru lagðar fram hugmyndir að uppbyggingu list- og verkgreina á Hornafirði. Þverfaglegur hópur vann að gerð skýrslunnar og var farið í vettvangsferð um landið til að skoða svipaða starfsemi í öðrum sveitarfélögum.
Í skýrslunni kom fram að Vöruhúsið myndi verða miðja skapandi greina á svæðinu. Sett voru fram markmið til 2, 5 og 10 ára.
Markmið eftir tvö ár
- Að rými fyrir kennslu í list- og verkgreinum á grunn- og framhaldsskólastigi verði aukin. Skoðað verði hvort nýta megi Vöruhúsið í heild sinni undir þessa starfsemi. Aðrir kostir skoðaðir ef það er ekki talið heppilegt.
- Koma upp góðri aðstöðu fyrir hljómsveitir og tónlistarfólk.
- Að listamenn, hönnuðir og handverksfólk hafi kost á að leigja aðstöðu af sveitarfélaginu eða öðrum aðilum á sanngjörnu verði. Horft verði til leigu í frumkvöðlasetrinu í Nýheimum sem fyrirmynd.
- Hefja uppbyggingu á verkstæði fyrir handverksfólk og hönnuði. Aðgangur að verkstæðinu verði stýrt í gegnum námskeið. Markmiðið með þeirri uppbyggingu verði vöruþróun og nýsköpun.
- Fyrsti vísir að hönnunarnámi á grunn-, framhalds- og háskólastigi líti dagsins ljós, meðal annars með uppbyggingu á Fab Lab og góðri aðstöðu fyrir tölvuvinnslu.
- Fjölga kennurum á grunn- og framhaldsskólastigi.
- Koma af stað lista- og hönnunarbrautum.
- Byggja upp aðstöðu fyrir gestkomandi.
Markmið eftir fimm ár
- Hönnun kennd sem valgrein í grunnskólum og framhaldsskólum.
- MA nám í hönnun í samstarfi við Listaháskólann búið að skjóta rótum.
- Listamenn og hönnuðir utanlands frá tíðir gestir í samfélaginu.
- Ljúka uppbyggingu á verkstæði fyrir frumkvöðla.
- Ljúka uppbyggingu á FabLab.
- Standa við bakið á sviðslistum, með öflugu námsframboði og góðri aðstöðu.
Markmið eftir tíu ár
- Greining liggi fyrir á árangri og þróun síðustu ára.
- Byggt nýtt hús eða við annað hús sem hentar til að starfseminnar.
Hér er hægt að hlaða niður skýrslunni í heildsinni á Word formi.
https://www.google.is/url?sa=t&rct=j&q=&esrc=s&source=web&cd=1&ved=0CCgQFjAA&url=http%3A%2F%2Fwww.hornafjordur.is%2Fmedia%2Fmarkadsefni%2Flist–og-verkgreinar_samantekt_-31-mars-2011.docx&ei=6y1qU5OYJ7Cw7Ab6nICgCw&usg=AFQjCNEYvEBHV9WoYGt6d1i4JTUFB_-vFA&sig2=9hbm81xxvE245wn0mkCyuw